Karfan er tóm.
- Félagið
- Réttindi
- Samantekt fyrir foreldra
- Réttindamál
- Hjálpartæki
- Fjármál
- Húsnæði
- Lög og lagaleg málefni
- Vefverslun
- Styrkja félagið
- Tillögur
- Skráning á viðburði
- Greiningar innan félags
Félagsmenn Einstakra barna eiga kost á styrk frá félaginu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Einn styrkur er veittur fyrir hverja fjölskyldu í félaginu óháð fjölda „einstakra“ barna í fjölskyldunni.
Félagsmenn geta fengið einn styrk árið 2024 til orlofs eða heilsueflingar. Styrktartímabilið er almanaksárið, þ.e. 1. janúar - 31. desember. Ekki er hægt að sækja um styrk fyrir liðið almannaksár.
Styrkir eru greiddir út um fjórum sinnum á ári, í kringum 15. mars, 15. júní, 15. september og 15. desember.
Umsækjendur þurfa að skila inn rafrænum umsóknum fyrir 30. janúar, 30. maí, 30. ágúst eða 30. nóvember umsóknarárið, ásamt öllum fylgiskjölum sem óskað er eftir í viðhengi en ekki í tölvupósti. Umsókn skráð í desember kemur til greiðslu í febrúar næsta ár enda þótt styrkurinn tilheyri umsóknarári.
Rangt útfyllt umskókn eða umsókn með ófullnægjandi gögnum lendir á „villu“ í tölvukerfinu og kemur því ekki til álita við styrkveitinguna. Því er brýnt að vanda vel til verks, gæta þess að öll skilyrði fyrir styrk séu uppfyllt og senda öll umbeðin gögn rafranæt með umsókninni.
Allar styrkveitingar eru háðar fjárhag félagsins hverju sinni. Stjórn hefur heimild til þess að breyta fjárhæð skyrks án fyrirvara.
Félagið styrkir ekkert sem almannatryggingakerfið greiðir fyrir að hlutla til eða öllu leyti. Undantekning er þó styrkur fyrir sjúkraþjálfun.
Ef vafi leikur á að umsókn sé gild er henni vísað til stjórnar.
1. Orlofsstyrkur
Félagið greiðir styrk vegna útlagðs kostnaðar við bílaleigubíla, sumarbúðir, hóteldvöl, flugferðir og leigu á sumarbústað. Styrkurinn er greiddur eftir að ferð hefur verið farin.
Umsóknina skal senda inn rafrænt ásamt viðeigandi kvittunum eða fylgiskjölum og uppfylla þarf öll skilyrði umsóknar eins og lýst er hér að ofan. Fjárhæð styrks er allt að 50.000 krónur.
Eða
2. Heilsueflingarstyrkur
Á hverju ári getur hver fjölskylda innan félagsins sótt um styrk vegna almennrar heilsueflingar. Undir þennan styrk fellur viðkennd þjónusta, t.d. sjúkranudd, iðjuþjálfun, sálfræðiþjónusta, íþróttaiðkun hjá viðurkenndu íþróttafélagi og jóga. Kvittanir verða að fylgja frá viðurkenndu íþróttafélagi. Upphæðin er allt að 50.000 krónur.
og svo fyrir þá sem þetta á við þá er hægt að sækja um eftirfarandi
3. Tómstundastyrkur
Rétt á Tómstundastyrk eiga börn í félaginu sem hafa legið samfleytt í þrjár vikur, 21 dag, á sjúkrahúsi á Íslandi. Styrkurinn er hugsaður til kaupa á afþreyingu fyrir barnið. Staðfesting læknis á sjúkrahúsdvöl skal fylgja umsókn. Styrkurinn er 15.000 krónur og er veittur á hverju ári. Umsóknin er rafræn og þarf að uppfylla öll skilyrði fyrir styrknum.
Tómsundastyrkurinn telst ekki sem einn af tveimur styrkjum sem hægt er að sækja um heldur er hann sérstakur styrkur.
Tekið verður við umsóknum um Tómstundastyrk til 1. maí ár hvert.
4. Styrkur við gistikostnað innanlands fyrir þá sem sækja læknisþjónustu í Reykjavík utan af landi
Hægt er að sækja um styrk vegna gistingar ef um ræðir langferð frá heimili barns til rannsókna eða læknismeðferðar. Mikilvægt er að safna saman kvittunum fyrir kostnað og senda inn einu sinni á ári. Styrkurinn getur verið fyrir allt að 10 gistinætur á hverju almannaksári. Gistináttastyrkurinn telst ekki sem einn af tveimur styrkjum sem hægt er að sækja um heldur er sérstakur styrkur. Heildarstyrkur fyrir fjölskylduna er 3000 krónur á nótt.
*Nánari upplýsingar um styrkina fást á skrifstofu félagsins í síma 568-2661
AHT! Framvísa skal frumritum reikninga rafrænt með umsóknum um alla styrki sem félagið veitir. Styrkir vegna ferða eru greiddir eftir að ferð er lokið.
Styrkir félagsins eru hugsaðir til að mæta kostnaði sem fellur ekki undir styrki frá öðrum aðilum, svo sem Tryggingastofnun ríkisins.
Samþykkt á vinnufundi stjórnar þann 11.9.2023